Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23 Benedikt Grétarsson í Kaplakrika skrifar 21. mars 2013 19:00 Mynd/Stefán FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. FH er með tveggja stiga forskot á Fram fyrir lokaumferðina auk þess að vera með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Fram var búið að vinna níu leiki í röð og var komið upp yfir FH á markatölu fyrir leikinn. FH varð hinsvegar fyrsta liðið síðan í lok nóvember til að vinna safamýrarpilta í deildinni eða síðan að FH vann leik liðanna í Safamýrinni 31-26. FH var sterkara frá byrjun, komst í 12-7 í fyrri hálfeik en var 12-9 yfir í hálfleik. Fram náði að jafna muninn í 14-14 en þá komu fjögur FH-mörk í röð og leikurinn var í þeirra höndum eftir það þrátt fyrir að Framliðið hafi náð að minnka muninn niður í eitt mark í lokin. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, gylltryggði endanlega sigurinn og annað sætið með því að verja sitt þriðja víti undir lok leiksins. Framarar mættu til leiks í kvöld án Jóhanns Gunnars Einarssonar, sem lá veikur heima með flensu. Fjarvera skyttunnar virtist ekki há liðinu í byrjun leiks en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin og virtust til alls líklegir. FH-ingar komust þó fljótlega í takt við leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk. Heimamenn bættu hægt og bítandi við þessa forystu og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks, var staðan orðin 12-7. Framarar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og gátu í raun prísað sig sæla að fara einungis þremur mörkum undir til búningsherbergja. Framarar gerðu sig seka um að sækja ítrekað inn á miðja vörn FH, þar sem Ísak Rafnson og Andri Berg Haraldsson tóku hraustlega á móti þeim. Staðan, 12-9 í hálfleik. Framarar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og munaði miklu að Róbert Aron Hostert vaknaði af værum Þyrnisrósarsvefni sínum. Með Róbert í miklum ham, náðu Framarar að jafna leikinn, 14-14, og ekki laust við að menn sæu jafnvel tíunda sigurleik liðsins í röð vera í uppsiglingu. FH-ingum til hrós, þá bættu þeir sinn leik og náðu aftur að rífa sig frá gestunum. Róbert Aron meiddist á læri og veikti það frekar þunnskipaða sóknarlínu Fram enn frekar. FH náði fjögurra marka forystu, 18-14, og undirtökin voru aftur í höndum heimamanna. Varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson kom þá inn á línuna hjá Frömurum, krækti í nokkur víti og lét menn virkilega hafa fyrir sér. FH-ingar voru þó áfram sterkari og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok, þegar þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Mikil barátta Framara skilaði tveimur mörkum á örskotsstundu og skyndilega var möguleiki að stela öðru stiginu af heimamönnum. Magnús Óli Magnússon var á öðru máli og þessi bráðefnilegi leikmaður tryggði FH sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Magnús Óli skoraði síðustu tvö mörk FH í leiknum og sýndi mikið áræði í sínum leik á ögurstundu. Framarinn Ólafur Magnússon fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiktíminn rann út, fyrir að sparka boltanum í burtu. Ólafur var skiljanlega svekktur en verður nú að bíða milli vonar og ótta hvort að rauða spjaldið þýði leikbann í næsta leik. Einar Andri : Virkilega stoltir af okkar árangri„Við erum virkilega stoltir af okkar árangri og ánægðir að hafa tryggt okkur annað sætið. Við byrjuðum mótið frekar illa og svo voru margir búnir að afskrifa okkur þegar Ólafur Gústafsson var seldur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Einar segir það verða virkilega skemmtilegt verkefni að glíma við Fram í úrslitakeppninni. „Þeir eru búnir að vera langheitasta liðið í deildinni síðustu vikurnar og voru auðvitað búnir að vinna níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir verða erfiðir og verkefnið er virkilega krefjandi. Nú er þetta bara komið í einvígaform." Logi Geirsson gekk greinlega ekki heill til skógar í kvöld en þessi mikla skytta leit nánast ekkert í átt að markinu og hlífði öxlinni. „Logi datt út hjá okkur um daginn og það kom smá bakslag í hans mál. Hann er bara að vinna sig í gang aftur og hann verður 100% í lagi þegar úrslitakeppnin byrjar." Einar: Verður gaman að eiga við FHEinar Jónsson, þjálfari Fram, viðurkenndi að sínir menn hefðu átt erfitt uppdráttar í kvöld. „Við vorum í miklu ströggli en mér fannst við sýna mikinn karakter, baráttu og vilja þegar við vinnum upp forskot FH og náum að jafna. Við þurfum bara að vinna úr þessu á jákvæðan hátt." Róbert Aron Hostert meiddist í leiknum en Einar gat ekki svarað til hversu alvarleg þau meiðsli væru. Hann var hins vegar bjartsýnn á bata Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Jóhann Gunnar liggur heima veikur, með einhverjar flensur sem ég kann ekki að nefna. Hann kemur fljótlega aftur inn í liðið og það eru góðar fréttir," sagði Einar aðspurður um ástand skyttunnar örvhentu. „Það verður frábært að mæta þessu sterka liði. Við höfum svo sem enga óskamótherja á þessum tímapunkti. Baráttan verður blóðug og erfið, það er a.m.k. alveg klárt. Miðað við þennan leik, þá þurfum við að breyta og laga okkar leik en við megum ekki gleyma því að gengið eftir áramót hefur verið frábært og við þurfum að byggja á þeim jákvæðu hlutum sem hafa verið í gangi hjá okkur," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. FH er með tveggja stiga forskot á Fram fyrir lokaumferðina auk þess að vera með betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Fram var búið að vinna níu leiki í röð og var komið upp yfir FH á markatölu fyrir leikinn. FH varð hinsvegar fyrsta liðið síðan í lok nóvember til að vinna safamýrarpilta í deildinni eða síðan að FH vann leik liðanna í Safamýrinni 31-26. FH var sterkara frá byrjun, komst í 12-7 í fyrri hálfeik en var 12-9 yfir í hálfleik. Fram náði að jafna muninn í 14-14 en þá komu fjögur FH-mörk í röð og leikurinn var í þeirra höndum eftir það þrátt fyrir að Framliðið hafi náð að minnka muninn niður í eitt mark í lokin. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, gylltryggði endanlega sigurinn og annað sætið með því að verja sitt þriðja víti undir lok leiksins. Framarar mættu til leiks í kvöld án Jóhanns Gunnars Einarssonar, sem lá veikur heima með flensu. Fjarvera skyttunnar virtist ekki há liðinu í byrjun leiks en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörkin og virtust til alls líklegir. FH-ingar komust þó fljótlega í takt við leikinn og skoruðu næstu fjögur mörk. Heimamenn bættu hægt og bítandi við þessa forystu og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks, var staðan orðin 12-7. Framarar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og gátu í raun prísað sig sæla að fara einungis þremur mörkum undir til búningsherbergja. Framarar gerðu sig seka um að sækja ítrekað inn á miðja vörn FH, þar sem Ísak Rafnson og Andri Berg Haraldsson tóku hraustlega á móti þeim. Staðan, 12-9 í hálfleik. Framarar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og munaði miklu að Róbert Aron Hostert vaknaði af værum Þyrnisrósarsvefni sínum. Með Róbert í miklum ham, náðu Framarar að jafna leikinn, 14-14, og ekki laust við að menn sæu jafnvel tíunda sigurleik liðsins í röð vera í uppsiglingu. FH-ingum til hrós, þá bættu þeir sinn leik og náðu aftur að rífa sig frá gestunum. Róbert Aron meiddist á læri og veikti það frekar þunnskipaða sóknarlínu Fram enn frekar. FH náði fjögurra marka forystu, 18-14, og undirtökin voru aftur í höndum heimamanna. Varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson kom þá inn á línuna hjá Frömurum, krækti í nokkur víti og lét menn virkilega hafa fyrir sér. FH-ingar voru þó áfram sterkari og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok, þegar þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Mikil barátta Framara skilaði tveimur mörkum á örskotsstundu og skyndilega var möguleiki að stela öðru stiginu af heimamönnum. Magnús Óli Magnússon var á öðru máli og þessi bráðefnilegi leikmaður tryggði FH sigurinn með sínu öðru marki í leiknum. Magnús Óli skoraði síðustu tvö mörk FH í leiknum og sýndi mikið áræði í sínum leik á ögurstundu. Framarinn Ólafur Magnússon fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiktíminn rann út, fyrir að sparka boltanum í burtu. Ólafur var skiljanlega svekktur en verður nú að bíða milli vonar og ótta hvort að rauða spjaldið þýði leikbann í næsta leik. Einar Andri : Virkilega stoltir af okkar árangri„Við erum virkilega stoltir af okkar árangri og ánægðir að hafa tryggt okkur annað sætið. Við byrjuðum mótið frekar illa og svo voru margir búnir að afskrifa okkur þegar Ólafur Gústafsson var seldur," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Einar segir það verða virkilega skemmtilegt verkefni að glíma við Fram í úrslitakeppninni. „Þeir eru búnir að vera langheitasta liðið í deildinni síðustu vikurnar og voru auðvitað búnir að vinna níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir verða erfiðir og verkefnið er virkilega krefjandi. Nú er þetta bara komið í einvígaform." Logi Geirsson gekk greinlega ekki heill til skógar í kvöld en þessi mikla skytta leit nánast ekkert í átt að markinu og hlífði öxlinni. „Logi datt út hjá okkur um daginn og það kom smá bakslag í hans mál. Hann er bara að vinna sig í gang aftur og hann verður 100% í lagi þegar úrslitakeppnin byrjar." Einar: Verður gaman að eiga við FHEinar Jónsson, þjálfari Fram, viðurkenndi að sínir menn hefðu átt erfitt uppdráttar í kvöld. „Við vorum í miklu ströggli en mér fannst við sýna mikinn karakter, baráttu og vilja þegar við vinnum upp forskot FH og náum að jafna. Við þurfum bara að vinna úr þessu á jákvæðan hátt." Róbert Aron Hostert meiddist í leiknum en Einar gat ekki svarað til hversu alvarleg þau meiðsli væru. Hann var hins vegar bjartsýnn á bata Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Jóhann Gunnar liggur heima veikur, með einhverjar flensur sem ég kann ekki að nefna. Hann kemur fljótlega aftur inn í liðið og það eru góðar fréttir," sagði Einar aðspurður um ástand skyttunnar örvhentu. „Það verður frábært að mæta þessu sterka liði. Við höfum svo sem enga óskamótherja á þessum tímapunkti. Baráttan verður blóðug og erfið, það er a.m.k. alveg klárt. Miðað við þennan leik, þá þurfum við að breyta og laga okkar leik en við megum ekki gleyma því að gengið eftir áramót hefur verið frábært og við þurfum að byggja á þeim jákvæðu hlutum sem hafa verið í gangi hjá okkur," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn