Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Karen Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2013 19:04 Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira