Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím 16. mars 2013 16:47 Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér. Stím málið Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér.
Stím málið Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira