Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 33-24 | ÍR bikarmeistari karla Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel ÍR tryggði sér í dag sigur í Símabikar karla í handbolta þegar liðið lagði 1. deildarlið Stjörnunnar 33-24 í úrslitaleiknum í Laugardagshöll í dag. Yfirburðir ÍR voru miklir þó Stjarnan hafi barist af krafti í leiknum. Stjarnan sigraði Fram og Akureyri á leið sinni í úrslitaleikinn og voru ÍR-ingar vel meðvitaðir um að ekki mætti vanmeta hið unga lið Stjörnunnar. ÍR mætti mjög ákveðið til leiks og komst í 5-1 á fyrstu átta mínútum leiksins. ÍR komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 16-9, en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði að minnka muninn í 18-13 fyrir hálfleik. Það var ljóst á fyrstu mínútum seinni hálfleiks að ÍR ætlaði ekki að hleypa Stjörnunni nær. ÍR lék frábæra vörn og Kristófer Fannar fór að verja af krafti í markinu. ÍR jók forystuna jafnt og þétt og komst mest tíu mörkum yfir 30-20. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spenna í leiknum og sigurinn einkar sannfærandi og sanngjarn. ÍR er í raun lang besta bikarlið landsins í ár því liðið vann örugga sigra í hverri einustu umferð bikarkeppninnar og þó Stjarnan hafi slegið tvö úrvalsdeildarlið út úr bikarnum var ÍR einfaldlega með of sterkt lið. Sóknarleikur ÍR í leiknum var frábær og varnarleikurinn mjög góður fyrir utan síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í leiknum og fyrir utan átta mörkin sem hann skoraði þá lagði hann upp 9 mörk á auki fyrir samherja sína. Til að eiga möguleika í leiknum varð Stjarnan að leika frábæra vörn og markverðir liðsins að loka búrinu en það varð ekki raunin. Vörnin var hriplek og markvarslan lítil og því fór sem fór. Gunnar Berg: Náðum aldrei að brúa bilið„Það var ákveðið reynsluleysi í byrjun leiks og smá hræðsla þannig að þeir gengu á lagið. Það gerðist sem við vildum ekki og þeir komust fimm mörkum yfir og við náðum aldrei að brúa það," sagði Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar. „Það verður ekki tekið af okkar mönnum að þeir börðust allan tímann og ég verð segja að við vorum óheppnir líka. Þeir fengu fráköstin og lausu boltana þannig að við hefðum getað fengið aðeins meira út úr þessu en ég er stoltur af strákunum. „Þó maður hafi talað þannig að við ættum ekki möguleika þá vonaði maður alltaf að það væri smá möguleiki í þessu. Maður er óneitanlega svekktur. „Ég tapaði mínum fyrsta bikarúrslitaleik og hef ekki tapað aftur fyrr en núna og vonandi tapa þeir ekki aftur í bikarúrslitum en ég get lofað þér því að þeir munu ekki gleyma hvernig er að tapa komist þeir aftur í bikarúrslit. „Menn voru mjög ánægðir með að komast í úrslit og það vantaði drápseðlið í þennan leik," sagði Gunnar Berg en ÍR er með mun meiri reynslu í sinum herbúðum en Stjarnan. „Þeir eru með tvo leikmenn frá Peking og með tvo leikmenn sem komu úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Við erum ekki með svoleiðis leikmenn. Reynslan er þeirra megin og því eldri sem þú ert því hungraðari ertu í að vinna leiki og það veit ég sjálfur. Þeir voru hungraðir. „Áhorfendur studdu okkur frábærlega allan tímann. Það er erfitt að hvetja þegar þú ert að tapa en þeir stóðu sig rosalega vel. „Menn voru stressaðir og menn fundu ekki sína fjöl í markinu og vörnin var heldur ekki mjög stöðug en Svavar var góður í síðasta leik. Það vantar reynslu og halda uppi, menn þurfa að vera góðir í öllum leikjum og það sýnir sig í þessum leik," sagði Gunnar Berg að lokum. Bjarki: Sóknarleikurinn var frábær„Stjarnan er búin að sýna að liðið getur bitið frá sér og gerði það í þessum leik en við vorum búnir að fá tvær aðvaranir bæði á móti Fram og Akureyri og við vissum við hvað væri að etja og við ætluðum ekki að gefa þeim neinn möguleika frá upphafi," „Vörnin var frábær fyrsta korterið svo verðum við of ákveðnir og förum of margir út og þá ná þeir rykkingum á bak við vörnina sem skilar þeim ódýrum mörkum. Sóknarleikurinn var frábær í dag og það var það sem við ætluðum okkur að lagfæra og það gerðum við vel. „Við náum sjö mörkum í fyrri hálfleik og missum það niður í fimm og vitum að þeir byrja með boltann. Þá fór kannski ekki um mann en maður var ekki sáttur við þann mun því maður vildi að við værum a.m.k. tveimur mörkum meir yfir. „Við ákváðum að þétta vörnina í hálfleik og það virkaði og við keyrðum bara yfir þá," sagði Bjarki sem var mjög ánægður með hvernig til tókst með nýtt fyrirkomulag á keppninni. „Fyrirkomulagið er frábært og ég efa það ekki að þetta sé komið til að vera. Það er sjálfsagt hægt að bæta einhverja hluti en eins og staðan er þá er þetta flott fyrirkomulag. Mætingin var fráæbr. Það var sett met á föstudaginn og það var gert aftur í dag. Höllin var troðfull. Svona eiga bikarleikir að vera. Björgvin: Liðsheildin skilaði þessu„Þetta var yndislegt og það eru í raun forréttindi að fá að spila fyrir framan fulla höll,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson maður leiksins í dag. „við þurftum að passa okkur á að lenda ekki í því sem Akureyri lenti í. Þeir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón og maður var alltaf meðvitaður um að þetta væri ekki búið og maður keyrði alltaf áfram. „Það er í raun sigur fyrir þá á komast í úrslitaleikinn og á Gunnar Berg hrós skilið. Þeir missa Tóta (Þórð Rafn Guðmundsson) og Dóra (Halldór Guðjónsson) sem eru stórir póstar. „Við fórum mjög vel yfir þeirra leik gegn Akureyri, horfum á þá í einn og hálfan klukkutíma í gær og undirbjuggum okkur mjög vel. „Það var liðsheildin sem skilaði þessu. Ég var ekki góður í vörninni til að byrja með og það var auðvelt að finna þá á línunni,“ sagði Björgvin hógvær um eigin frammistöðu að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
ÍR tryggði sér í dag sigur í Símabikar karla í handbolta þegar liðið lagði 1. deildarlið Stjörnunnar 33-24 í úrslitaleiknum í Laugardagshöll í dag. Yfirburðir ÍR voru miklir þó Stjarnan hafi barist af krafti í leiknum. Stjarnan sigraði Fram og Akureyri á leið sinni í úrslitaleikinn og voru ÍR-ingar vel meðvitaðir um að ekki mætti vanmeta hið unga lið Stjörnunnar. ÍR mætti mjög ákveðið til leiks og komst í 5-1 á fyrstu átta mínútum leiksins. ÍR komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 16-9, en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði að minnka muninn í 18-13 fyrir hálfleik. Það var ljóst á fyrstu mínútum seinni hálfleiks að ÍR ætlaði ekki að hleypa Stjörnunni nær. ÍR lék frábæra vörn og Kristófer Fannar fór að verja af krafti í markinu. ÍR jók forystuna jafnt og þétt og komst mest tíu mörkum yfir 30-20. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spenna í leiknum og sigurinn einkar sannfærandi og sanngjarn. ÍR er í raun lang besta bikarlið landsins í ár því liðið vann örugga sigra í hverri einustu umferð bikarkeppninnar og þó Stjarnan hafi slegið tvö úrvalsdeildarlið út úr bikarnum var ÍR einfaldlega með of sterkt lið. Sóknarleikur ÍR í leiknum var frábær og varnarleikurinn mjög góður fyrir utan síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í leiknum og fyrir utan átta mörkin sem hann skoraði þá lagði hann upp 9 mörk á auki fyrir samherja sína. Til að eiga möguleika í leiknum varð Stjarnan að leika frábæra vörn og markverðir liðsins að loka búrinu en það varð ekki raunin. Vörnin var hriplek og markvarslan lítil og því fór sem fór. Gunnar Berg: Náðum aldrei að brúa bilið„Það var ákveðið reynsluleysi í byrjun leiks og smá hræðsla þannig að þeir gengu á lagið. Það gerðist sem við vildum ekki og þeir komust fimm mörkum yfir og við náðum aldrei að brúa það," sagði Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar. „Það verður ekki tekið af okkar mönnum að þeir börðust allan tímann og ég verð segja að við vorum óheppnir líka. Þeir fengu fráköstin og lausu boltana þannig að við hefðum getað fengið aðeins meira út úr þessu en ég er stoltur af strákunum. „Þó maður hafi talað þannig að við ættum ekki möguleika þá vonaði maður alltaf að það væri smá möguleiki í þessu. Maður er óneitanlega svekktur. „Ég tapaði mínum fyrsta bikarúrslitaleik og hef ekki tapað aftur fyrr en núna og vonandi tapa þeir ekki aftur í bikarúrslitum en ég get lofað þér því að þeir munu ekki gleyma hvernig er að tapa komist þeir aftur í bikarúrslit. „Menn voru mjög ánægðir með að komast í úrslit og það vantaði drápseðlið í þennan leik," sagði Gunnar Berg en ÍR er með mun meiri reynslu í sinum herbúðum en Stjarnan. „Þeir eru með tvo leikmenn frá Peking og með tvo leikmenn sem komu úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Við erum ekki með svoleiðis leikmenn. Reynslan er þeirra megin og því eldri sem þú ert því hungraðari ertu í að vinna leiki og það veit ég sjálfur. Þeir voru hungraðir. „Áhorfendur studdu okkur frábærlega allan tímann. Það er erfitt að hvetja þegar þú ert að tapa en þeir stóðu sig rosalega vel. „Menn voru stressaðir og menn fundu ekki sína fjöl í markinu og vörnin var heldur ekki mjög stöðug en Svavar var góður í síðasta leik. Það vantar reynslu og halda uppi, menn þurfa að vera góðir í öllum leikjum og það sýnir sig í þessum leik," sagði Gunnar Berg að lokum. Bjarki: Sóknarleikurinn var frábær„Stjarnan er búin að sýna að liðið getur bitið frá sér og gerði það í þessum leik en við vorum búnir að fá tvær aðvaranir bæði á móti Fram og Akureyri og við vissum við hvað væri að etja og við ætluðum ekki að gefa þeim neinn möguleika frá upphafi," „Vörnin var frábær fyrsta korterið svo verðum við of ákveðnir og förum of margir út og þá ná þeir rykkingum á bak við vörnina sem skilar þeim ódýrum mörkum. Sóknarleikurinn var frábær í dag og það var það sem við ætluðum okkur að lagfæra og það gerðum við vel. „Við náum sjö mörkum í fyrri hálfleik og missum það niður í fimm og vitum að þeir byrja með boltann. Þá fór kannski ekki um mann en maður var ekki sáttur við þann mun því maður vildi að við værum a.m.k. tveimur mörkum meir yfir. „Við ákváðum að þétta vörnina í hálfleik og það virkaði og við keyrðum bara yfir þá," sagði Bjarki sem var mjög ánægður með hvernig til tókst með nýtt fyrirkomulag á keppninni. „Fyrirkomulagið er frábært og ég efa það ekki að þetta sé komið til að vera. Það er sjálfsagt hægt að bæta einhverja hluti en eins og staðan er þá er þetta flott fyrirkomulag. Mætingin var fráæbr. Það var sett met á föstudaginn og það var gert aftur í dag. Höllin var troðfull. Svona eiga bikarleikir að vera. Björgvin: Liðsheildin skilaði þessu„Þetta var yndislegt og það eru í raun forréttindi að fá að spila fyrir framan fulla höll,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson maður leiksins í dag. „við þurftum að passa okkur á að lenda ekki í því sem Akureyri lenti í. Þeir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón og maður var alltaf meðvitaður um að þetta væri ekki búið og maður keyrði alltaf áfram. „Það er í raun sigur fyrir þá á komast í úrslitaleikinn og á Gunnar Berg hrós skilið. Þeir missa Tóta (Þórð Rafn Guðmundsson) og Dóra (Halldór Guðjónsson) sem eru stórir póstar. „Við fórum mjög vel yfir þeirra leik gegn Akureyri, horfum á þá í einn og hálfan klukkutíma í gær og undirbjuggum okkur mjög vel. „Það var liðsheildin sem skilaði þessu. Ég var ekki góður í vörninni til að byrja með og það var auðvelt að finna þá á línunni,“ sagði Björgvin hógvær um eigin frammistöðu að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn