Hver er Oscar Pistorius? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir neðan við hné. Mynd/Getty Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP Oscar Pistorius Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP
Oscar Pistorius Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira