Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 26-26 Sigmar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2013 14:27 Mynd/Valli Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Botnlið Vals í N1-deild karla nældi í mikilvægt stig er liðið spilaði við Íslandsmeistara HK. Fyrri hálfleikur var ágætis skemmtun. Valsmenn voru grimmari á upphafs mínútunum og spiluðu þéttann varnarleik sem HK átti fá svör við. Valsmenn komust í 4 – 1 eftir 10 mínútur en þá var eins og HK-menn hrukku í gang. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, átti virkilega góðan leik og lokaði rammanum á tímabili. Tandri Már Konráðsson var einnig öflugur fyrir HK á þessum tímapunkti í leiknum og skoraði nokkur góð mörk. Fyrri hálfleik lauk með jafntefli 11-11. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora og komast yfir. Valsmenn virtist vera taka fram úr þeim eftir tíu mínútur af hálfleiknum. HK-menn Neituðu að gefast svo auðveldlega upp og spiluðu grimma vörn sem skilaði sér í mörgum glæsilegum vörðum boltum hjá Birni í marki HK. Björn hélt uppteknum hætti og varði afar vel í leiknum, alls með 18 varða bolta. Staðan var 20 – 21 fyrir HK í góðar fimm mínútur en þá skoraði Valdimar Fannar gott jöfnunarmark fyrir Valsmenn. Eftir þetta varð leikurinn hrikalega spennandi og liðin skiptust á að jafna leikinn þar til á lokamínútunum, þá kemst HK einu marki yfir. Valsmenn voru brjálaðir eftir markið, þar sem augljóst var að Ólafur víðir, leikmaður HK, gerði tvígrip áður en hann sendi boltann. Valsmenn fá eina loka sókn til þess að jafna, Finnur ingi Stefánsson stígur þá upp og skorar laglegt mark á lokasekúndu leiksins, lokastaða 26 -26. Orri Freyr: Dómaraskandall hérna í lokin „Ég er sáttur með stigið úr því sem komið var en við áttum klárlega að eiga síðustu sóknina í stöðunni 25 – 25. Það sáu allir í húsinu að þetta var tvígrip og okkar bolti en svona er þetta, dómaraskandall,“ sagði Orri freyr eftir leikinn. „Fyrsta markmið okkar er að komast upp úr botnsætinu og það næsta að komast í 6. Sæti og vera öruggur úr umspilinu. Svo bara koll af kolli, það þýðir ekkert að vera að væla yfir því að vera í neðsta sæti“. „Þorbjörn er að koma með ákveðna ró í þetta hjá okkur, hann er skynsamur þjálfari og Heimir reyndar líka, þeir eru góðir saman. Við eigum klárlega að vinna ÍR núna á mánudaginn í næsta leik eftir grísinn þeirra í síðasta leik. Sturla Ásgeirsson, vinur minn og ÍR-ingur kíkti á mig um daginn og sagði að við hefðum klárlega átt að vinna þann leik“. Sagði Orri glettinn í lokin. Tandri: Ekki sáttur við eitt stig „Ekki sáttur við stigið, eiginlega bara hundsvekktur en þetta getur verið dýrmætt upp á framhaldið að fá stig hérna í kvöld“. „Ég var frá í einhverja níu mánuði og er smátt og smátt að finna mitt fyrra form sem er bara jákvætt“. „Við munum reyna að vinna þá leiki sem eftir eru, þá er allt hægt. Við eigum helling inni, misstum marga í meiðsli og erum svona að skríða saman aftur. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því, það er bara að koma sterkur inn og skila sínu fyrir klúbbinn,“ sagði Tandri Már eftir leikinn.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira