Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Birgir Þór Harðarson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Alonso var fljótur um Barcelona-brautina. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag. Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag.
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira