Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf 14. febrúar 2013 10:53 Oscar Pistorius ásamt Reevu Steenkamp nýlega. Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann. Oscar Pistorius Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann.
Oscar Pistorius Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira