Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 28-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2013 14:21 FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita