Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 88-89 Stefán Árni Pálsson í Garðabæ skrifar 31. janúar 2013 18:45 Snæfell vann magnaðan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta en leiknum lauk með sigir gestanna 89-88. Sigurkarfan Snæfell kom sex sekúndum fyrir leikslok og var það Jay Threatt sem gerði hana. Stjörnumenn hófu leikinn vel og komust fljótlega í 7-1 en Snæfellingar voru aldrei langt undan og var staðan eftir fyrsta fjórðungi 23-21 fyrir Snæfell. Í byrjun annars leikhluta voru Snæfellingar sterkir og náðu strax níu stiga forskoti 31-22 en grunnurinn af forskotinu var fínn varnarleikur. Stjörnumenn náðu samt sem áður að vinna bug á vörn Snæfellinga og komust á ný inn í leikinn. Staðan eftir fyrri hálfleik var 48-47. Í hálfleik var Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, ekki kominn á blað og hafði fengið á sig fjórar villur. Í þriðja leikhlutanum var nánast jafnt á öllum tölum og skiptust liðin á að hafa nokkra stiga forskot. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 67-66 fyrir Snæfell og mátti búast við spennandi lokafjórðungi. Stjörnumenn byrjuðu fjórða leikhlutann frábærlega og komust fljótlega í 79-69 þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum. Snæfellingar börðust eins og ljón alveg til enda og gáfust aldrei upp. Liðið sýndi gríðarlegan karakter og kom til baka. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum fékk Snæfell boltann í stöðunni 88-87 fyrir Stjörnunni. Jay Threatt skoraði þá sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok og tryggði gestunum sigurinn. Frábær leikur sem endaði með sigri Snæfells.Stjarnan - Snæfell 88-89 (48-47) Stjarnan: Jarrid Frye 27 (9 frák.), Justin Shouse 19, Brian Mills 13, Jovan Zdravevski 12, Fannar Freyr Helgason 10, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3. Snæfell: Jay Threatt 28 (9 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Asim McQueen 10 (5 villur, 16 mín.), Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6 (12 frák.), Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Jón Ólafur Jónsson 0 (0/8 í skotum, 23 mín.). Ingi Þór: Frábær sigur eftir frekar slappa spilamennsku„Við náum ekki að hefna fyrir bikartapið með þessum sigri, það var alltof slæmt tap," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að hafa unnið leikinn í kvöld og sérstaklega miðað við það hvernig við spiluðum, við spiluðum alls ekki okkar besta bolta." Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, skoraði ekki stig í leiknum og fékk fjórar villur. „Jón þarf bara að fara mæta aftur á svæðið. Hann hefur ekki verið að spila nægilega vel eftir þá gríðarlegu umfjöllun sem hann fékk eftir frábæra fyrri umferð með liðinu. Toppstykkið er einfaldlega svo stór hluti af þessari íþrótt. En auðvitað er hann dekkaður gríðarlega og lið leggja mikla áherslu á að stoppa leikmanninn." „Við sýndum bara í kvöld að við erum með mikla liðsheild og aðrir leikmenn stigu upp. Við eigum Nonna algjörlega inni," sagði Ingi Þór eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur Örlygsson: Vantaði alla einbeitingu í liðið„Mer líður ekki eins vel núna og eftir leikinn við Snæfell í bikarnum um daginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Leikurinn þróaðist svona nokkurn veginn eins og ég bjóst við en við vorum ekki nægilega einbeittir undir lokin." „Það gerist oft þegar íþróttalið vinna góða sigra að erfitt reynist að koma mönnum niður á jörðina og halda áfram uppteknum hætti. Enginn þjálfari í heiminum veit hvernig formúlan af stöðuleika er og það sást hér í kvöld." „Snæfellingar voru virkilega einbeittir og grimmir í sínum aðgerðum en við áttum heldur betur séns í þennan leik. Við náðum góðum leikkafla í fjórða leikhlutanum og áttum að gera út um leikinn þá."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að smella hér. Textalýsing frá leiknum í kvöld : Leik lokið: Snæfell vinnur frábæran sigur, 89-88, á Stjörnunni en Justin Shouse náði lokaskoti leiksins sem misfórst og gestirnir ná að hefna fyrir ófarirnar í bikarnum.4. leikhluti: Jay Threatt skorar tvö stig og kemur Snæfell yfir þegar 6,4 sekúndur eru eftir að leiknum. Stjarnan tekur leikhlé og geta tryggt sér sigurinn. Gríðarleg spenna.4. leikhluti: Tuttugu sekúndur eftir af leiknum, staðan er ennþá 88-87 en Snæfellingar eru með boltann. 18 sekúndur eru eftir að skotklukkunni og geta þeir svo gott sem spilað leikinn út. Þetta verða svakalegar lokasekúndur.4. leikhluti: Rétt undir einni mínútu eftir þegar staðan er 88-87.4. leikhluti: Stjörnumenn koma sterkir til baka og þá sérstaklega Justin Shouse sem skoraði fimm stig á nokkrum sekúndum. Staðan orðin 86-79 þegar tæplega tvær mínútur eru eftir af leiknum.4. leikhluti: Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, hefur sett niður tvær þriggja stiga körfur í röð og munurinn er núna aðeins tvö stig, 79-77.4. leikhluti: Nú munar aðeins fimm stigum á liðunum. 79-74 og 3:30 eftir af leiknum. Þetta verður án efa spennandi til loka.4. leikhluti: Á fyrstiu sjö mínútum fjórða leikhlutans hafa Snæfellingar aðeins náð að skora tvö stig. Stjörnumenn halda áfram uppteknum hætti og hafa náð tíu stiga forskoti 79-69.4. leikhluti: Stjarnan hefur náð sjö stiga forskoti í byrjun fjórða leikhluta 74-67 og byrja af krafti.3. leikhluti: Snæfellinga náðu inn tveim stigum fyrir lok fjórðungsins og er staðan 67-66 fyrir gestina þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum.3. leikhluti: Gríðarlega jafn leikurinn en staðan er 66-65 fyrir Stjörnunni. Það er nánast jafnt á öllum tölum.3. leikhluti: Jay Threatt, leikmaður Snæfells, var að setja niður þrist um leik og skotklukkan rann út og fékk þar að auki dæmda villu. Fjögur stig í sókninni og staðan 61-59 fyrir gestina.3. leikhluti: Snæfellingar leiða leikinn 55-54 þegar fjórðungurinn er hálfnaður. 3. leikhluti: Staðan er 50-50 eftir tvær mínútur í síðari hálfleiknum, vonandi verður leikurinn spennandi alveg til loka.Hálfleikur: Eftir spennandi fyrri hálfleik er staðan 48-47 fyrir Stjörnuna.2. leikhluti: Stjörnumenn eru nú komnir yfir 41-39 og hafa unnið sig vel inn í leikinn. Sóknarleikur liðsins er loks farinn að rúlla.2. leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, er ekki kominn á blað en hann er núna þegar kominn með fjórar villur.2. leikhluti: Fínn kafli hjá Stjörnunni en þeir hafa minnkað muninn í 33-31 þegar fjórar mínútur eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, hafa hvorugir náð að skora stig í leiknum sem verðum að teljast saga til næsta bæjar.2. leikhluti: Gestirnir byrja annan leikhluta vel og hafa náð níu stiga forskoti, 31-22. Stjörnumenn hafa ekki ráðið við varnarleik Snæfellinga hingað til.1. leikhluti: Jæja þá er fyrsta fjórðungi lokið og staðan er 23-21 fyrir Snæfell, en gestirnir byrjuðu leikinn ekki vel en hafa verið að komast í takt við leikinn undanfarnar mínútur.1. leikhluti: Snæfellingar hafa nú breytt stöðunni í 14-11 sér í vil. Frábær kafli hjá gestunum.1. leikhluti: Stjörnumenn byrja mun betur og leiða 7-1.Fyrir leik: Nú fer þetta að fara í gang og verið er að kynna leikmenn liðanna. Fyrir leik: Leikmenn eru komnir inná völlinn og farnir að hita upp. Áhorfendur eru að koma sér fyrir.Mynd/Anton Dominos-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Snæfell vann magnaðan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta en leiknum lauk með sigir gestanna 89-88. Sigurkarfan Snæfell kom sex sekúndum fyrir leikslok og var það Jay Threatt sem gerði hana. Stjörnumenn hófu leikinn vel og komust fljótlega í 7-1 en Snæfellingar voru aldrei langt undan og var staðan eftir fyrsta fjórðungi 23-21 fyrir Snæfell. Í byrjun annars leikhluta voru Snæfellingar sterkir og náðu strax níu stiga forskoti 31-22 en grunnurinn af forskotinu var fínn varnarleikur. Stjörnumenn náðu samt sem áður að vinna bug á vörn Snæfellinga og komust á ný inn í leikinn. Staðan eftir fyrri hálfleik var 48-47. Í hálfleik var Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, ekki kominn á blað og hafði fengið á sig fjórar villur. Í þriðja leikhlutanum var nánast jafnt á öllum tölum og skiptust liðin á að hafa nokkra stiga forskot. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 67-66 fyrir Snæfell og mátti búast við spennandi lokafjórðungi. Stjörnumenn byrjuðu fjórða leikhlutann frábærlega og komust fljótlega í 79-69 þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum. Snæfellingar börðust eins og ljón alveg til enda og gáfust aldrei upp. Liðið sýndi gríðarlegan karakter og kom til baka. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum fékk Snæfell boltann í stöðunni 88-87 fyrir Stjörnunni. Jay Threatt skoraði þá sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok og tryggði gestunum sigurinn. Frábær leikur sem endaði með sigri Snæfells.Stjarnan - Snæfell 88-89 (48-47) Stjarnan: Jarrid Frye 27 (9 frák.), Justin Shouse 19, Brian Mills 13, Jovan Zdravevski 12, Fannar Freyr Helgason 10, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3. Snæfell: Jay Threatt 28 (9 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Asim McQueen 10 (5 villur, 16 mín.), Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6 (12 frák.), Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Jón Ólafur Jónsson 0 (0/8 í skotum, 23 mín.). Ingi Þór: Frábær sigur eftir frekar slappa spilamennsku„Við náum ekki að hefna fyrir bikartapið með þessum sigri, það var alltof slæmt tap," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að hafa unnið leikinn í kvöld og sérstaklega miðað við það hvernig við spiluðum, við spiluðum alls ekki okkar besta bolta." Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, skoraði ekki stig í leiknum og fékk fjórar villur. „Jón þarf bara að fara mæta aftur á svæðið. Hann hefur ekki verið að spila nægilega vel eftir þá gríðarlegu umfjöllun sem hann fékk eftir frábæra fyrri umferð með liðinu. Toppstykkið er einfaldlega svo stór hluti af þessari íþrótt. En auðvitað er hann dekkaður gríðarlega og lið leggja mikla áherslu á að stoppa leikmanninn." „Við sýndum bara í kvöld að við erum með mikla liðsheild og aðrir leikmenn stigu upp. Við eigum Nonna algjörlega inni," sagði Ingi Þór eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur Örlygsson: Vantaði alla einbeitingu í liðið„Mer líður ekki eins vel núna og eftir leikinn við Snæfell í bikarnum um daginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Leikurinn þróaðist svona nokkurn veginn eins og ég bjóst við en við vorum ekki nægilega einbeittir undir lokin." „Það gerist oft þegar íþróttalið vinna góða sigra að erfitt reynist að koma mönnum niður á jörðina og halda áfram uppteknum hætti. Enginn þjálfari í heiminum veit hvernig formúlan af stöðuleika er og það sást hér í kvöld." „Snæfellingar voru virkilega einbeittir og grimmir í sínum aðgerðum en við áttum heldur betur séns í þennan leik. Við náðum góðum leikkafla í fjórða leikhlutanum og áttum að gera út um leikinn þá."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að smella hér. Textalýsing frá leiknum í kvöld : Leik lokið: Snæfell vinnur frábæran sigur, 89-88, á Stjörnunni en Justin Shouse náði lokaskoti leiksins sem misfórst og gestirnir ná að hefna fyrir ófarirnar í bikarnum.4. leikhluti: Jay Threatt skorar tvö stig og kemur Snæfell yfir þegar 6,4 sekúndur eru eftir að leiknum. Stjarnan tekur leikhlé og geta tryggt sér sigurinn. Gríðarleg spenna.4. leikhluti: Tuttugu sekúndur eftir af leiknum, staðan er ennþá 88-87 en Snæfellingar eru með boltann. 18 sekúndur eru eftir að skotklukkunni og geta þeir svo gott sem spilað leikinn út. Þetta verða svakalegar lokasekúndur.4. leikhluti: Rétt undir einni mínútu eftir þegar staðan er 88-87.4. leikhluti: Stjörnumenn koma sterkir til baka og þá sérstaklega Justin Shouse sem skoraði fimm stig á nokkrum sekúndum. Staðan orðin 86-79 þegar tæplega tvær mínútur eru eftir af leiknum.4. leikhluti: Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, hefur sett niður tvær þriggja stiga körfur í röð og munurinn er núna aðeins tvö stig, 79-77.4. leikhluti: Nú munar aðeins fimm stigum á liðunum. 79-74 og 3:30 eftir af leiknum. Þetta verður án efa spennandi til loka.4. leikhluti: Á fyrstiu sjö mínútum fjórða leikhlutans hafa Snæfellingar aðeins náð að skora tvö stig. Stjörnumenn halda áfram uppteknum hætti og hafa náð tíu stiga forskoti 79-69.4. leikhluti: Stjarnan hefur náð sjö stiga forskoti í byrjun fjórða leikhluta 74-67 og byrja af krafti.3. leikhluti: Snæfellinga náðu inn tveim stigum fyrir lok fjórðungsins og er staðan 67-66 fyrir gestina þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum.3. leikhluti: Gríðarlega jafn leikurinn en staðan er 66-65 fyrir Stjörnunni. Það er nánast jafnt á öllum tölum.3. leikhluti: Jay Threatt, leikmaður Snæfells, var að setja niður þrist um leik og skotklukkan rann út og fékk þar að auki dæmda villu. Fjögur stig í sókninni og staðan 61-59 fyrir gestina.3. leikhluti: Snæfellingar leiða leikinn 55-54 þegar fjórðungurinn er hálfnaður. 3. leikhluti: Staðan er 50-50 eftir tvær mínútur í síðari hálfleiknum, vonandi verður leikurinn spennandi alveg til loka.Hálfleikur: Eftir spennandi fyrri hálfleik er staðan 48-47 fyrir Stjörnuna.2. leikhluti: Stjörnumenn eru nú komnir yfir 41-39 og hafa unnið sig vel inn í leikinn. Sóknarleikur liðsins er loks farinn að rúlla.2. leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, er ekki kominn á blað en hann er núna þegar kominn með fjórar villur.2. leikhluti: Fínn kafli hjá Stjörnunni en þeir hafa minnkað muninn í 33-31 þegar fjórar mínútur eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, hafa hvorugir náð að skora stig í leiknum sem verðum að teljast saga til næsta bæjar.2. leikhluti: Gestirnir byrja annan leikhluta vel og hafa náð níu stiga forskoti, 31-22. Stjörnumenn hafa ekki ráðið við varnarleik Snæfellinga hingað til.1. leikhluti: Jæja þá er fyrsta fjórðungi lokið og staðan er 23-21 fyrir Snæfell, en gestirnir byrjuðu leikinn ekki vel en hafa verið að komast í takt við leikinn undanfarnar mínútur.1. leikhluti: Snæfellingar hafa nú breytt stöðunni í 14-11 sér í vil. Frábær kafli hjá gestunum.1. leikhluti: Stjörnumenn byrja mun betur og leiða 7-1.Fyrir leik: Nú fer þetta að fara í gang og verið er að kynna leikmenn liðanna. Fyrir leik: Leikmenn eru komnir inná völlinn og farnir að hita upp. Áhorfendur eru að koma sér fyrir.Mynd/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira