Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 10:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira