Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 28-27 | FH meistari Benedikt Grétarsson í Strandgötu skrifar 27. janúar 2013 13:30 Mynd/Stefán FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt." Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt."
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita