Ég elska þig Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. desember 2012 06:00 Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða einhverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka. Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Hugsaðu um hvað þú mátt missa. Eru það hlutirnir þínir og vinnan eða er það fólkið þitt? Hvað er það sem þú getur alls ekki án verið? Ég sperri eyru þegar fólk á krossgötum lífsins – og stundum við ævilok – gerir upp stóru málin. Það sem skiptir máli þegar allt og dýpst er skoðað er lifandi fólk, maki, börn, ástvinir – ekki dótið. Oft er stærsta sorg fólks við ævilok að hafa ekki haft meira næði til að vera með ástvinunum. Ungir drengir mínir hafa stundum skrifað okkur foreldrunum kort og bréf. Þar eru áhrifaríkar tilkynningar með stórum og barnslegum stöfum: „Pappi er bestur" eða „Mamma er best í heiminum." Þessi bréf eru ekki hlutlægar lýsingar heldur tjá frekar tengsl og tilfinningar. Við sem fáum svona ástarbréf fögnum þeim. Á snepli, sem ég geymi sem merkilegasta plagg heimsins, stendur. „Ég elska þig, pabbi." Þessi setning varðar lífshamingju mína. Það er þetta sem skiptir öllu máli. Það er undur að fá að elska og vera elskaður. Það sker úr um líf og hamingju. Miði drengsins myndi ekki vera metinn til margra króna en er mér samt óendanlega dýrmætur. Hverju leyfum við að komast að okkur? Erum við til í að opna tilfinningapakkann líka? Jólaboðskapurinn er ekki fyrst og fremst um meyjarfæðingu, vitringa, englaskara eða að Jesús fæddist í Betlehem. Allt þetta kemur við sögu, en þau mál eru meira rammi en meginmál. Aðferð helgisögunnar er að nota stef, ímyndir og minni sem þjóna boðskap eða skilaboðum þeirrar sögu. Til að taka eftir hinu guðlega megum við alveg skræla burt það sem ekki hefur lengur skiljanlega skírskotun. Helgisögur eigum við ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Um hvað er þá jólaboðskapurinn? Að Guð elskar ákaft og persónulega. Tilveran er ekki til dauða heldur er nóttin rofin gráti þess barns sem er merkingarvaki allrar veraldar. Guð elskar ákaft og tjáir þér á öllum stundum lífsins, með börnum, í makafangi og alls staðar: „Ég elska þig." Horfðu svo í augu fólksins þíns og sjáðu í þeim ást og undur lífsins. Gleðileg jól Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða einhverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka. Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Hugsaðu um hvað þú mátt missa. Eru það hlutirnir þínir og vinnan eða er það fólkið þitt? Hvað er það sem þú getur alls ekki án verið? Ég sperri eyru þegar fólk á krossgötum lífsins – og stundum við ævilok – gerir upp stóru málin. Það sem skiptir máli þegar allt og dýpst er skoðað er lifandi fólk, maki, börn, ástvinir – ekki dótið. Oft er stærsta sorg fólks við ævilok að hafa ekki haft meira næði til að vera með ástvinunum. Ungir drengir mínir hafa stundum skrifað okkur foreldrunum kort og bréf. Þar eru áhrifaríkar tilkynningar með stórum og barnslegum stöfum: „Pappi er bestur" eða „Mamma er best í heiminum." Þessi bréf eru ekki hlutlægar lýsingar heldur tjá frekar tengsl og tilfinningar. Við sem fáum svona ástarbréf fögnum þeim. Á snepli, sem ég geymi sem merkilegasta plagg heimsins, stendur. „Ég elska þig, pabbi." Þessi setning varðar lífshamingju mína. Það er þetta sem skiptir öllu máli. Það er undur að fá að elska og vera elskaður. Það sker úr um líf og hamingju. Miði drengsins myndi ekki vera metinn til margra króna en er mér samt óendanlega dýrmætur. Hverju leyfum við að komast að okkur? Erum við til í að opna tilfinningapakkann líka? Jólaboðskapurinn er ekki fyrst og fremst um meyjarfæðingu, vitringa, englaskara eða að Jesús fæddist í Betlehem. Allt þetta kemur við sögu, en þau mál eru meira rammi en meginmál. Aðferð helgisögunnar er að nota stef, ímyndir og minni sem þjóna boðskap eða skilaboðum þeirrar sögu. Til að taka eftir hinu guðlega megum við alveg skræla burt það sem ekki hefur lengur skiljanlega skírskotun. Helgisögur eigum við ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Um hvað er þá jólaboðskapurinn? Að Guð elskar ákaft og persónulega. Tilveran er ekki til dauða heldur er nóttin rofin gráti þess barns sem er merkingarvaki allrar veraldar. Guð elskar ákaft og tjáir þér á öllum stundum lífsins, með börnum, í makafangi og alls staðar: „Ég elska þig." Horfðu svo í augu fólksins þíns og sjáðu í þeim ást og undur lífsins. Gleðileg jól
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun