Fyrsta jólafríið í 3 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2012 06:00 Logi Gunnarsson eyddi öllu sumrinu með íslenska landsliðinu en fær nú langþráð frí.Fréttablaðið/stefán Logi Gunnarsson er mættur heim í langþráð jólafrí á Íslandi og ætlar að taka þátt í ágóðaleik annað kvöld sem er á milli Njarðvíkur og úrvalsliðs Njarðvíkinga. Loga líður vel í Frakklandi og segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni. Logi Gunnarsson er á sínu fyrsta tímabili með Angers í Frakklandi eftir að hafa spilað í sænsku deildinni undanfarin ár. Ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð þá fá leikmennirnir í Frakklandi gott frí yfir hátíðirnar. „Já, maður er búinn að bíða lengi eftir því að komast heim í jólafrí. Það er alltaf gaman að fá að koma heim með fjölskylduna um jólin. Það eru þrjú ár síðan að ég náði því síðast. Í sænsku deildinni er spilað oftast milli jóla og nýárs og maður fékk þá bara frí í einn eða tvo daga. Núna fæ ég tólf daga frí," sagði Logi og það var strax ákveðið að fara heim um jólin. „Um leið og ég vissi það í september að við fengjum þetta frí þá ákvað ég strax að drífa mig heim. Við eigum að vera mættir aftur á æfingu 27. desember og svo er fyrsti leikur eftir áramót 5. janúar. Það er vel þegið að fá smá frí," sagði Logi, sem er sáttur í Frakklandi. Hann spilaði líka þar með St. Etienne tímabilið 2009-2010.Gamlinginn í liðinu „Það er búið að ganga ágætlega. Við erum yngstir í deildinni og það var ekki búist við miklu af okkur. Það er því ekkert hræðilegt þótt við séum bara í áttunda sætinu eins og er. Við erum tveir leikmenn sem erum fæddir 1981 en svo er restin bara unglingar. Það er svolítið skrýtið en ég var búinn að venjast því aðeins því ég var elstur í landsliðinu í haust. Maður fékk því smá undirbúning að vera gamlinginn. Maður er nú enn þá ferskur og ég er í mjög góðu formi og líður mjög vel," segir Logi. Íslenska landsliðið spilaði tíu leiki á fjórum vikum í haust og ferðaðist grimmt fram og aftur um Evrópu. Logi viðurkennir að það hafi tekið á. „Það tók mikið úr manni öll þessi ferðalög en þess vegna er kannski mikilvægt fyrir mig að fá gott jólafrí. Ég er búin að vera á fullu á stífum æfingum síðan í júní því við æfðum mjög mikið fyrir þessa Evrópukeppni. Það er engin pása búin að vera þannig að ég þigg þetta frí," segir Logi. Annað kvöld munu leiða saman hesta sína lið UMFN og úrvalslið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og mun allur ágóði af leiknum renna til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna. Úrvalslið Njarðvíkinga sem mætir til leiks er ekki af verri endanum. Leikmenn og þjálfarar liðsins hafa unnið 51 Íslandsmeistaratitil fyrir UMFN auk margra annarra titla. Þarna er á ferð blanda af leikmönnum sem eru uppaldir í UMFN en leika annars staðar á Íslandi eða erlendis, og nokkrum af skærustu stjörnum félagsins frá fyrri tíð. Logi verður þar í stóru hlutverki.Býst við fullri Ljónagryfju „Maður á nú góðar og frábærar minningar með þessum kempum sem maður vann marga titla með áður en maður fór í atvinnumennskuna. Það er gaman að fá að hitta aftur Frikka, Teit, Brenton, Pál og þessa stráka sem maður var að spila með hérna heima. Talandi ekki um að fá að spila með Ísak Tómassyni, sem er goðsögn og leikstjórnandi Njarðvíkurliðsins í gamla daga. Maður verður mataður af honum og Frikka Rag," segir Logi í léttum tón og hann finnur fyrir miklum áhuga í bænum. „Ég held að það verði fullt hús. Það eru allir rosalega spenntir fyrir þessu og þetta er líka fyrir gott málefni. Mæta í húsið, styrkja og horfa á gömlu karlana spila með okkur sem erum enn þá að spila. Þetta verður skemmtileg blanda," segir Logi, sem fær að halda sér við á æfingum með Njarðvíkurliðinu. „Ég er búinn að æfa með Njarðvíkingunum síðan ég kom heim. Þar var Frikki Ragnars mættur og Palli Kristins þannig að við erum búnir að taka smá æfingu fyrir leikinn. Menn ætla að vera tilbúnir í þennan leik því það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá okkar liði," segir Logi. Logi hefur spilað í atvinnumennsku í meira en áratug og segist ekkert vera á leiðinni heim. „Mér líður vel, ég held að ég sé enn þá að bæta mig og ég er í einu besta formi sem ég hef verið í. Ég sé fram á það ef ég fæ það sem ég vil varðandi tilboð frá góðum stöðum þá held ég að ég eigi eftir mörg ár í atvinnumennsku," segir Logi. Það er því ólíklegt að menn sjái hann spila aftur í bráð í Ljónagryfjunni eftir leikinn í kvöld. „Það verður kannski eitthvað í það en það eru forréttindi að fá að mæta á föstudaginn og spila með og á móti öllum þessum snillingum," sagði Logi. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Logi Gunnarsson er mættur heim í langþráð jólafrí á Íslandi og ætlar að taka þátt í ágóðaleik annað kvöld sem er á milli Njarðvíkur og úrvalsliðs Njarðvíkinga. Loga líður vel í Frakklandi og segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni. Logi Gunnarsson er á sínu fyrsta tímabili með Angers í Frakklandi eftir að hafa spilað í sænsku deildinni undanfarin ár. Ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð þá fá leikmennirnir í Frakklandi gott frí yfir hátíðirnar. „Já, maður er búinn að bíða lengi eftir því að komast heim í jólafrí. Það er alltaf gaman að fá að koma heim með fjölskylduna um jólin. Það eru þrjú ár síðan að ég náði því síðast. Í sænsku deildinni er spilað oftast milli jóla og nýárs og maður fékk þá bara frí í einn eða tvo daga. Núna fæ ég tólf daga frí," sagði Logi og það var strax ákveðið að fara heim um jólin. „Um leið og ég vissi það í september að við fengjum þetta frí þá ákvað ég strax að drífa mig heim. Við eigum að vera mættir aftur á æfingu 27. desember og svo er fyrsti leikur eftir áramót 5. janúar. Það er vel þegið að fá smá frí," sagði Logi, sem er sáttur í Frakklandi. Hann spilaði líka þar með St. Etienne tímabilið 2009-2010.Gamlinginn í liðinu „Það er búið að ganga ágætlega. Við erum yngstir í deildinni og það var ekki búist við miklu af okkur. Það er því ekkert hræðilegt þótt við séum bara í áttunda sætinu eins og er. Við erum tveir leikmenn sem erum fæddir 1981 en svo er restin bara unglingar. Það er svolítið skrýtið en ég var búinn að venjast því aðeins því ég var elstur í landsliðinu í haust. Maður fékk því smá undirbúning að vera gamlinginn. Maður er nú enn þá ferskur og ég er í mjög góðu formi og líður mjög vel," segir Logi. Íslenska landsliðið spilaði tíu leiki á fjórum vikum í haust og ferðaðist grimmt fram og aftur um Evrópu. Logi viðurkennir að það hafi tekið á. „Það tók mikið úr manni öll þessi ferðalög en þess vegna er kannski mikilvægt fyrir mig að fá gott jólafrí. Ég er búin að vera á fullu á stífum æfingum síðan í júní því við æfðum mjög mikið fyrir þessa Evrópukeppni. Það er engin pása búin að vera þannig að ég þigg þetta frí," segir Logi. Annað kvöld munu leiða saman hesta sína lið UMFN og úrvalslið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og mun allur ágóði af leiknum renna til Líknarsjóðs Njarðvíkurkirkna. Úrvalslið Njarðvíkinga sem mætir til leiks er ekki af verri endanum. Leikmenn og þjálfarar liðsins hafa unnið 51 Íslandsmeistaratitil fyrir UMFN auk margra annarra titla. Þarna er á ferð blanda af leikmönnum sem eru uppaldir í UMFN en leika annars staðar á Íslandi eða erlendis, og nokkrum af skærustu stjörnum félagsins frá fyrri tíð. Logi verður þar í stóru hlutverki.Býst við fullri Ljónagryfju „Maður á nú góðar og frábærar minningar með þessum kempum sem maður vann marga titla með áður en maður fór í atvinnumennskuna. Það er gaman að fá að hitta aftur Frikka, Teit, Brenton, Pál og þessa stráka sem maður var að spila með hérna heima. Talandi ekki um að fá að spila með Ísak Tómassyni, sem er goðsögn og leikstjórnandi Njarðvíkurliðsins í gamla daga. Maður verður mataður af honum og Frikka Rag," segir Logi í léttum tón og hann finnur fyrir miklum áhuga í bænum. „Ég held að það verði fullt hús. Það eru allir rosalega spenntir fyrir þessu og þetta er líka fyrir gott málefni. Mæta í húsið, styrkja og horfa á gömlu karlana spila með okkur sem erum enn þá að spila. Þetta verður skemmtileg blanda," segir Logi, sem fær að halda sér við á æfingum með Njarðvíkurliðinu. „Ég er búinn að æfa með Njarðvíkingunum síðan ég kom heim. Þar var Frikki Ragnars mættur og Palli Kristins þannig að við erum búnir að taka smá æfingu fyrir leikinn. Menn ætla að vera tilbúnir í þennan leik því það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá okkar liði," segir Logi. Logi hefur spilað í atvinnumennsku í meira en áratug og segist ekkert vera á leiðinni heim. „Mér líður vel, ég held að ég sé enn þá að bæta mig og ég er í einu besta formi sem ég hef verið í. Ég sé fram á það ef ég fæ það sem ég vil varðandi tilboð frá góðum stöðum þá held ég að ég eigi eftir mörg ár í atvinnumennsku," segir Logi. Það er því ólíklegt að menn sjái hann spila aftur í bráð í Ljónagryfjunni eftir leikinn í kvöld. „Það verður kannski eitthvað í það en það eru forréttindi að fá að mæta á föstudaginn og spila með og á móti öllum þessum snillingum," sagði Logi.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira