Varnarsigur í Doha Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar