Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar 5. desember 2012 06:00 Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum. Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefði Svíþjóð haft jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd. Það væri sá grunnur að hagvexti og velferð sem Íslendingar þyrftu að leggja – líkt og Svíar á sínum tíma. En til að útflutningur geti aukist í litlu opnu hagkerfi þarf gengisstöðugleika, erlendar fjárfestingar, frjáls viðskipti. Aðild að Evrópusambandinu hefur stuðlað að þessu í Svíþjóð. Persson var bjartsýnn á framtíð evrunnar þó hann drægi síst úr efnahagserfiðleikum Evrópu. Sérlega athyglisvert var að Persson taldi að Svíþjóð myndi í framtíðinni taka upp evruna enda kvað hann erfitt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að halda úti eigin gjaldmiðli. Litlir gjaldmiðlar þyrftu skjól. Mikilvægustu skilaboð gamla forsætisráðherrans til Íslendinga var að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú væri ekki tími til að kikna í hnjánum og hlaupa frá hálfköruðu verki. Brýnt væri að ljúka samningum og sjá svart á hvítu hvaða lausnir og kjör okkur bjóðast á þeim vandamálum sem við blasa varðandi útflutning og gjaldmiðilinn.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun