Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi!
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun