Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar 1. desember 2012 08:00 Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun