Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2012 07:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur staðið sig vel í marki Framliðsins. Mynd/Vilhelm Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira