Áhyggjufulli unglingurinn Atli Viðar Bragason skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun