Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar 23. október 2012 08:00 Nuddstofan sem rekin var hér áður, en DV fjallaði nokkuð um málið fyrir allnokkrum árum síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv
Fréttir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira