Samfélagsleg áhrif kláms Róbert R. Spanó og Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2012 00:01 Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Í þessu ferli hefur komið fram að ýmsir aðilar sem starfa í tengslum við málaflokkinn meta það svo að aukin klámvæðing kunni að hafa áhrif á kynferðisbrot, bæði á tíðni þeirra og á ofbeldið sjálft. M.ö.o. þá þurfi að taka klám til sérstakrar skoðunar í tengslum við umræðu um kynferðisbrot. Tíðarandi og löggjöfSamkvæmt almennum hegningarlögum er dreifing, innflutningur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi og getur varðað fangelsi allt að sex mánuðum. Lögin kveða ekki á um hvernig skilgreina eigi klám og dómafordæmi eru ekki mörg. Þá breytist tíðarandinn hratt. Bækur sem voru bannaðar um miðja síðustu öld með vísan til þess að þær innihéldu klám myndu tæplega falla undir það hugtak í vitund fólks í dag. Þá hafa áhrif internetsins verið gríðarleg á undanförnum árum og aðgengi að klámi stóraukist. Samhliða fer ekki fram mikil umræða um mörkin milli kláms annars vegar og kynferðislega opinskás efnis hins vegar. Ráðstefna um klámÞessi mörk verða til umfjöllunar á ráðstefnu um klám sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild HÍ efna til í samvinnu við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytið þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ungmenni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi, með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbundinna og samfélagslegra áhrifa. Vonin er að þetta verði liður í því að efna til markvissrar umræðu um klámvæðingu og samfélagsleg áhrif hennar. Ráðstefnan hefst kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Í þessu ferli hefur komið fram að ýmsir aðilar sem starfa í tengslum við málaflokkinn meta það svo að aukin klámvæðing kunni að hafa áhrif á kynferðisbrot, bæði á tíðni þeirra og á ofbeldið sjálft. M.ö.o. þá þurfi að taka klám til sérstakrar skoðunar í tengslum við umræðu um kynferðisbrot. Tíðarandi og löggjöfSamkvæmt almennum hegningarlögum er dreifing, innflutningur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi og getur varðað fangelsi allt að sex mánuðum. Lögin kveða ekki á um hvernig skilgreina eigi klám og dómafordæmi eru ekki mörg. Þá breytist tíðarandinn hratt. Bækur sem voru bannaðar um miðja síðustu öld með vísan til þess að þær innihéldu klám myndu tæplega falla undir það hugtak í vitund fólks í dag. Þá hafa áhrif internetsins verið gríðarleg á undanförnum árum og aðgengi að klámi stóraukist. Samhliða fer ekki fram mikil umræða um mörkin milli kláms annars vegar og kynferðislega opinskás efnis hins vegar. Ráðstefna um klámÞessi mörk verða til umfjöllunar á ráðstefnu um klám sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild HÍ efna til í samvinnu við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytið þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ungmenni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi, með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbundinna og samfélagslegra áhrifa. Vonin er að þetta verði liður í því að efna til markvissrar umræðu um klámvæðingu og samfélagsleg áhrif hennar. Ráðstefnan hefst kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun