Valkostur að vera öryrki? Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun