Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda. Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi. Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði! Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur. Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni. Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif. Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Samkvæmt minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun