Friedman og niðurgreiðslur Guðmundur Edgarsson skrifar 27. september 2012 06:00 Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun