Nýr milljarður í þróunarhjálp Össur Skarphéðinsson skrifar 18. september 2012 06:00 Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun