Hestamenn hunsaðir Brynjar Kvaran skrifar 4. september 2012 06:00 Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun