Íslandsmeistarinn er farinn til Bandaríkjanna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. ágúst 2012 07:00 Signý Arnórsdóttir er efst á stigalistanum hjá konum og verður með á mótinu í Kiðjabergi.Fréttablaðið/Seth Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslandsmeistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Securitas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameistaratitilinn er gríðarlega spennandi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, í holukeppni og höggleik, mun ekki leika á fleiri mótum á þessu tímabili hér á landi vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er að keppa með íslenska landsliðinu í Finnlandi líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að keppa á Áskorendamótaröðinni í Danmörku og stór hópur ungra afrekskylfinga er að keppa með sínum sveitum á Íslandsmóti unglinga sem fram fer á Akureyri. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 54 holur samtals, 18 holur á dag í þrjá daga og ættu úrslitin að ráðast síðdegis á sunnudag. Keppni um efstu sætin á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er hörð og spennandi. Haraldur Franklín er þar efstur með 5.266 stig en þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, með 4.205 stig. Hann verður á meðal keppenda líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem er í þriðja sæti með 3.997 stig. GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson mæta einnig til leiks í Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7. sæti stigalistans. Þrátt fyrir að það vanti marga góða kylfinga á þetta mót eru tólf af alls tuttugu efstu á stigalistanum skráðir til leiks. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni kvenna, er efst á stigalistanum (4.692 stig) og hún verður með í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (84.232 stig) úr GK eru í öðru og þriðja sæti og þær verða báðar með á þessu móti. Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslandsmeistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Securitas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameistaratitilinn er gríðarlega spennandi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, í holukeppni og höggleik, mun ekki leika á fleiri mótum á þessu tímabili hér á landi vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er að keppa með íslenska landsliðinu í Finnlandi líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að keppa á Áskorendamótaröðinni í Danmörku og stór hópur ungra afrekskylfinga er að keppa með sínum sveitum á Íslandsmóti unglinga sem fram fer á Akureyri. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 54 holur samtals, 18 holur á dag í þrjá daga og ættu úrslitin að ráðast síðdegis á sunnudag. Keppni um efstu sætin á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er hörð og spennandi. Haraldur Franklín er þar efstur með 5.266 stig en þar á eftir kemur Hlynur Geir Hjartarson úr GOS, með 4.205 stig. Hann verður á meðal keppenda líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem er í þriðja sæti með 3.997 stig. GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson mæta einnig til leiks í Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7. sæti stigalistans. Þrátt fyrir að það vanti marga góða kylfinga á þetta mót eru tólf af alls tuttugu efstu á stigalistanum skráðir til leiks. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni kvenna, er efst á stigalistanum (4.692 stig) og hún verður með í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (84.232 stig) úr GK eru í öðru og þriðja sæti og þær verða báðar með á þessu móti.
Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira