Samstaða kynslóða Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. Á Íslandi hefur nánast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grundvallarverkefni. Mikilvægt er að svo verði áfram, svo menntakerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æskunnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða – að vinna með æskunni, fyrir æskuna. Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auðlindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðarhættir – allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi. Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoranir sem fram undan eru. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun og lýðræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Menntun til sjálfbærni mun rækta með einstaklingum getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafnvægi við ákvörðunartöku. Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarðanir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. Á Íslandi hefur nánast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grundvallarverkefni. Mikilvægt er að svo verði áfram, svo menntakerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æskunnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða – að vinna með æskunni, fyrir æskuna. Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auðlindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðarhættir – allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi. Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoranir sem fram undan eru. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun og lýðræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Menntun til sjálfbærni mun rækta með einstaklingum getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafnvægi við ákvörðunartöku. Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarðanir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun