Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu 5. júlí 2012 06:00 Sverrir er annar þeirra sem sjást í brasilískum fréttum af málinu. Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels