Græðgi kostar Víðir Guðmundsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn.
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun