Landlæknir skal eyða gögnum eftir eftirlit 23. júní 2012 06:30 Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að lýtalæknum bæri ekki skylda til að afhenda landlækni upplýsingar um konur sem hafa farið í brjóstastækkun hér á landi. Nordicphotos/Afp Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira