Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar 19. júní 2012 11:00 Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun