SpKef tapaði 50 milljörðum 14. júní 2012 07:00 Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögum að ársreikningi SpKef fyrir árið 2009 kemur fram að innlán hans hafi verið orðin 63,2 milljarðar króna í lok þess árs. Þau voru 44,9 milljarðar króna um mitt ár 2008. Á sama tíma og sjóðurinn jók við innlán sín rýrnaði virði eigna hans um 17 milljarða króna auk þess sem hann greiddi um 2,3 milljarða króna í laun, launatengd gjöld og „annan rekstrarkostnað". SpKef starfaði fram í apríl 2010 þegar nýr SpKef var settur á fót. Samkvæmt drögum að ársreikningi hans fyrir það ár tapaði sjóðurinn 11,9 milljörðum króna á því ári. Þar kemur einnig fram að allar eignir sjóðsins, „að undanskildum 100 milljónum króna, [voru] fluttar yfir til SpKef sparisjóðs". Hann tók auk þess yfir „öll almenn innlán auk skulda við Seðlabanka vegna daglána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum". Nýja SpKef var síðan rennt inn í Landsbankann í mars 2011. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að íslenska ríkið eigi að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlaður vaxtakostnaður vegna greiðslunnar um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið hafði þegar lagt hinum fallna sjóði til 900 milljónir króna í eiginfjárframlag þegar hann var settur á fót. - þsj / Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögum að ársreikningi SpKef fyrir árið 2009 kemur fram að innlán hans hafi verið orðin 63,2 milljarðar króna í lok þess árs. Þau voru 44,9 milljarðar króna um mitt ár 2008. Á sama tíma og sjóðurinn jók við innlán sín rýrnaði virði eigna hans um 17 milljarða króna auk þess sem hann greiddi um 2,3 milljarða króna í laun, launatengd gjöld og „annan rekstrarkostnað". SpKef starfaði fram í apríl 2010 þegar nýr SpKef var settur á fót. Samkvæmt drögum að ársreikningi hans fyrir það ár tapaði sjóðurinn 11,9 milljörðum króna á því ári. Þar kemur einnig fram að allar eignir sjóðsins, „að undanskildum 100 milljónum króna, [voru] fluttar yfir til SpKef sparisjóðs". Hann tók auk þess yfir „öll almenn innlán auk skulda við Seðlabanka vegna daglána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum". Nýja SpKef var síðan rennt inn í Landsbankann í mars 2011. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að íslenska ríkið eigi að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlaður vaxtakostnaður vegna greiðslunnar um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið hafði þegar lagt hinum fallna sjóði til 900 milljónir króna í eiginfjárframlag þegar hann var settur á fót. - þsj /
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira