Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 07:00 Hápunkturinn á landsliðsþjálfaraferli Guðmundar er þegar hann stýrði liðinu í úrslit á ÓL í Peking. Hann fagnar hér sætum sigri í Peking.fréttablaðið/vilhelm Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn