Guðlaugur Gauti leiðréttur Ingólfur Þórisson skrifar 1. júní 2012 06:00 Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is.
Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun