Mikill áhugi á Facebook 19. maí 2012 13:00 New York í gær Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær.NordicPhotos/AFP Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira