Spenntur fyrir landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Aron viðurkennir áhuga sinn á landsliðsþjálfarastarfinu en er ekki að hugsa um það enda byrjaður að undirbúa Hauka fyrir næsta tímabil. Fréttablaðið/HAG Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira