Einfaldari aðgangur að fjárstýringu 25. apríl 2012 10:00 Keldan "Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar.Fréttablaðið/Vilhelm Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja. Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja.
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira