Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 07:00 Deilur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/egill Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins. Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira