Fréttaskýring: Skipti ekki á leið í endurskipulagningu Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 08:00 Helstu eignir félagsins eru Síminn, Míla og Skjá Miðlar. Rekstrarbati varð í fyrra, meðal annars vegna mikilla hagræðingaraðgerða. Fréttablaðið/Stefán Lítill vilji er á meðal stærstu kröfuhafa og eigenda Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjá Miðlar, að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins á næstunni. Skipti er stærsta rekstrarfélag landsins í skuldavanda sem enn á eftir að endurskipuleggja eftir bankahrunið. Heimildir Markaðarins herma að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til að vinna tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á síðasta ári. Þeim tillögum var skilað í fyrrahaust en ákveðið var að nýta þær ekki. Síðan þá hefur hefur ekki verið unnið að því að grynnka á vaxtaberandi skuldum félagsins, sem nema um 60 milljörðum króna. Þær eru allar á gjalddaga á árunum 2013 og 2014. Allar skuldir Skipta eru þó í skilum og félagið greiðir vexti af þeim. Eigendur stýra og bíðaEigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærstu eigendur þess félags eru Arion banki með 44,9% eignarhlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5% hlut í Klakka. Enginn áhugi er á meðal þeirra sem stýra félaginu að selja Skipti, enda stýra þeir félaginu þrátt fyrir að aðrir eigi veð í öllum eignum þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins snýr vinna þeirra með félagið um að gera greiðslur og vaxtaafborganir viðráðanlegri. Engin áform eru þó uppi um að ráðast í stórtækar aðgerðir á næstunni. Sambankalán vegna einkavæðingarStærstur hluti skulda Skipta er vegna sambankaláns sem veitt var þegar Síminn, langstærsta eign Skipta, var einkavæddur árið 2005. Það er nú leitt af Arion banka en auk þess koma Íslandsbanki og erlendur bankar að því. Hópurinn á veð í öllum undirliggjandi eignum Skipta og er því tiltölulega öruggur með sína stöðu. Þess utan voru greiddir 17,2 milljarðar króna inn á lánið í apríl í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það gert vegna þess að ýmsir skilmálar lánsins höfðu verið brotnir og kröfuhafarnir hefðu getað gengið að veðum sínum ef ekki hefði samist um niðurstöðu. Við greiðsluna lækkaði sambankalánið niður í um 25 milljarða króna. Alls skuldar Skipti fjármálastofnunum um 40 milljarða króna. Lífeyrissjóðir eiga skuldabréfUm 20 milljarðar króna af vaxtaberandi skuldum Skipta eru vegna skuldabréfaflokks sem er að gjalddaga í apríl 2014. Skipti greiðir vexti af þeim. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Auk þess eiga smærri fagfjárfestar bréf. Hluti af þessum hóp, sem er aftar í kröfuhafaröðinni aðrir lánveitendur, hafa rætt það í sínum hópi að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og létta þannig á skuldabyrði Skipta. Af því varð þó ekki og hópurinn hefur ekki með neinum beinum hætti komið að samræðum um fjárhagslega endurskipulagningu Skipta. Heimildir Markaðarins herma að hann hafi viljað ráða Arctica Finance til að koma að slíkri vinnu en að það hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í úttekt á lífeyrissjóðunum, sem kynnt var fyrr á þessu ári, kom fram að kerfið allt hafði einungis afskrifað 908 milljónir króna vegna skuldabréfa í Skiptum í árslok 2010. Tap þeirra gæti þó aukist umtalsvert ef ráðist yrði í fjárhagslega endurskipulagningu og kröfum þeirra yrði breytt í hlutafé. Því er ákveðin hvati fyrir sjóðina að fresta henni. Rekstrarhagnaður jókst um milljarðEin helsta ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í endurskipulagningu Skipta er sú að rekstur félagsins er á batavegi. Hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði var um sex milljarðar króna í fyrra, sem er um 900 milljónum króna meira en árið áður. Þrátt fyrir það tapaði Skipti 10,9 milljörðum króna á árinu 2011. Tapið er aðallega tilkomið vegna hás fjármagnskostnaðar (fimm milljarðar króna) og afskrifta á afleiðusamningum (4,5 milljarðar króna). Þetta hefur gerst samhliða því að velta félagsins hefur dregist saman. Hún var 27,6 milljarðar króna í fyrra en 33,6 milljarðar króna á árinu 2010. Ástæða þess er meðal annars sú að markaðshlutdeild Símans hefur dregist mikið saman vegna harðnandi samkeppni og kvaða frá eftirlitstofnunum sem auðvelda áttu innkomu nýrra aðila á fjarskiptamarkað. Þau höft eru jafnt og þétt að afléttast. Skipti hafa líka sagt upp mikið af fólki og bara á síðasta ári fækkaði stöðugildum um 68. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Lítill vilji er á meðal stærstu kröfuhafa og eigenda Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjá Miðlar, að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins á næstunni. Skipti er stærsta rekstrarfélag landsins í skuldavanda sem enn á eftir að endurskipuleggja eftir bankahrunið. Heimildir Markaðarins herma að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til að vinna tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á síðasta ári. Þeim tillögum var skilað í fyrrahaust en ákveðið var að nýta þær ekki. Síðan þá hefur hefur ekki verið unnið að því að grynnka á vaxtaberandi skuldum félagsins, sem nema um 60 milljörðum króna. Þær eru allar á gjalddaga á árunum 2013 og 2014. Allar skuldir Skipta eru þó í skilum og félagið greiðir vexti af þeim. Eigendur stýra og bíðaEigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærstu eigendur þess félags eru Arion banki með 44,9% eignarhlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5% hlut í Klakka. Enginn áhugi er á meðal þeirra sem stýra félaginu að selja Skipti, enda stýra þeir félaginu þrátt fyrir að aðrir eigi veð í öllum eignum þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins snýr vinna þeirra með félagið um að gera greiðslur og vaxtaafborganir viðráðanlegri. Engin áform eru þó uppi um að ráðast í stórtækar aðgerðir á næstunni. Sambankalán vegna einkavæðingarStærstur hluti skulda Skipta er vegna sambankaláns sem veitt var þegar Síminn, langstærsta eign Skipta, var einkavæddur árið 2005. Það er nú leitt af Arion banka en auk þess koma Íslandsbanki og erlendur bankar að því. Hópurinn á veð í öllum undirliggjandi eignum Skipta og er því tiltölulega öruggur með sína stöðu. Þess utan voru greiddir 17,2 milljarðar króna inn á lánið í apríl í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það gert vegna þess að ýmsir skilmálar lánsins höfðu verið brotnir og kröfuhafarnir hefðu getað gengið að veðum sínum ef ekki hefði samist um niðurstöðu. Við greiðsluna lækkaði sambankalánið niður í um 25 milljarða króna. Alls skuldar Skipti fjármálastofnunum um 40 milljarða króna. Lífeyrissjóðir eiga skuldabréfUm 20 milljarðar króna af vaxtaberandi skuldum Skipta eru vegna skuldabréfaflokks sem er að gjalddaga í apríl 2014. Skipti greiðir vexti af þeim. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Auk þess eiga smærri fagfjárfestar bréf. Hluti af þessum hóp, sem er aftar í kröfuhafaröðinni aðrir lánveitendur, hafa rætt það í sínum hópi að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og létta þannig á skuldabyrði Skipta. Af því varð þó ekki og hópurinn hefur ekki með neinum beinum hætti komið að samræðum um fjárhagslega endurskipulagningu Skipta. Heimildir Markaðarins herma að hann hafi viljað ráða Arctica Finance til að koma að slíkri vinnu en að það hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í úttekt á lífeyrissjóðunum, sem kynnt var fyrr á þessu ári, kom fram að kerfið allt hafði einungis afskrifað 908 milljónir króna vegna skuldabréfa í Skiptum í árslok 2010. Tap þeirra gæti þó aukist umtalsvert ef ráðist yrði í fjárhagslega endurskipulagningu og kröfum þeirra yrði breytt í hlutafé. Því er ákveðin hvati fyrir sjóðina að fresta henni. Rekstrarhagnaður jókst um milljarðEin helsta ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í endurskipulagningu Skipta er sú að rekstur félagsins er á batavegi. Hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði var um sex milljarðar króna í fyrra, sem er um 900 milljónum króna meira en árið áður. Þrátt fyrir það tapaði Skipti 10,9 milljörðum króna á árinu 2011. Tapið er aðallega tilkomið vegna hás fjármagnskostnaðar (fimm milljarðar króna) og afskrifta á afleiðusamningum (4,5 milljarðar króna). Þetta hefur gerst samhliða því að velta félagsins hefur dregist saman. Hún var 27,6 milljarðar króna í fyrra en 33,6 milljarðar króna á árinu 2010. Ástæða þess er meðal annars sú að markaðshlutdeild Símans hefur dregist mikið saman vegna harðnandi samkeppni og kvaða frá eftirlitstofnunum sem auðvelda áttu innkomu nýrra aðila á fjarskiptamarkað. Þau höft eru jafnt og þétt að afléttast. Skipti hafa líka sagt upp mikið af fólki og bara á síðasta ári fækkaði stöðugildum um 68. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira