Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Páll Torfi Önundarson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun