Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring 24. apríl 2012 09:00 Spennandi staða Á þessari samsettu mynd má sjá sigurvegara fyrstu umferðar forsetakosninganna í Frakklandi, en kosið verður á milli þeirra tveggja í maíbyrjun. Vinstra megin er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og leiðtogi hægri manna, og hægra megin François Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Nordicphotos/AFP Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira