Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi! Oddný G. Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. apríl 2012 19:00 Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar