Lögreglan efast um tengsl við al Kaída 24. mars 2012 00:00 Sárt saknað Mæðgur leggja blóm við barnaskóla í Toulouse, þar sem þrjú börn og einn kennari létu lífið fyrr í mánuðinum. nordicphotos/AFP Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira