Allar íbúðir eins Pawel Bartoszek skrifar 9. mars 2012 06:00 Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun