Ólafur gat grætt á kaupunum 23. febrúar 2012 06:30 Embætti sérstaks saksóknara segir að ef kaup Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani í Kaupþingi í september 2008 hefðu skilað hagnaði hefði Ólafur Ólafsson, þá einn stærsti eigandi bankans, hagnast á því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákæru embættisins þar sem Ólafur, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun eða hlutdeild í slíkum brotum. Í ákærunni segir að „í september 2008 létu ákærðu starfsmenn Kaupþings og Kaupþings Lúxemborg setja upp viðskiptafléttu í kringum kaup á 5,01% hlut í Kaupþingi. Í fléttunni fólst að Kaupþing lánaði tveimur félögum, Gerland og Serval, samtals um 26 milljarða króna. Var Gerland í eigu ákærða Ólafs en Serval í eigu Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani. Lánsfé því sem ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, létu veita til félaganna […] var sama dag veitt áfram til kýpverska félagsins Choice Stay Ltd." Eigendur þess félags voru Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani, Ólafur og Sheikh Sultan Al Thani, vinur Ólafs og ráðgjafi Sheikh Mohamed. Féð var síðan látið renna til Q Iceland Finance og hlutirnir í Kaupþingi keyptir í nafni þess félags. Í ákærunni segir að svo „virðist sem hugsunin með fléttunni hafi verið sú að nær allur mögulegur hagnaður af viðskiptunum myndi flæða frá Q Iceland Finance til Choice Stay í gegnum hagnaðartengt lán (e. profit participation loan). Ef hagnaður hefði orðið af viðskiptunum með hlutabréfin hefðu það því verið eigendur Choice Stay[…]sem hefðu deilt honum með sér". Samkvæmt hagnaðartengda láninu áttu lánakjörin að „endurspegla gengi bréfa Kaupþings þannig að ef t.d. 100 krónu hagnaður hefði orðið á bréfunum hjá Q Iceland Finance hefðu 90-100 krónur farið til Choice Stay". Ólafur neitaði því í yfirlýsingu í gær að einhver hagnaðarhlutdeild hefði átt að rata til hans. - þsj Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara segir að ef kaup Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani í Kaupþingi í september 2008 hefðu skilað hagnaði hefði Ólafur Ólafsson, þá einn stærsti eigandi bankans, hagnast á því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákæru embættisins þar sem Ólafur, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun eða hlutdeild í slíkum brotum. Í ákærunni segir að „í september 2008 létu ákærðu starfsmenn Kaupþings og Kaupþings Lúxemborg setja upp viðskiptafléttu í kringum kaup á 5,01% hlut í Kaupþingi. Í fléttunni fólst að Kaupþing lánaði tveimur félögum, Gerland og Serval, samtals um 26 milljarða króna. Var Gerland í eigu ákærða Ólafs en Serval í eigu Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani. Lánsfé því sem ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, létu veita til félaganna […] var sama dag veitt áfram til kýpverska félagsins Choice Stay Ltd." Eigendur þess félags voru Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani, Ólafur og Sheikh Sultan Al Thani, vinur Ólafs og ráðgjafi Sheikh Mohamed. Féð var síðan látið renna til Q Iceland Finance og hlutirnir í Kaupþingi keyptir í nafni þess félags. Í ákærunni segir að svo „virðist sem hugsunin með fléttunni hafi verið sú að nær allur mögulegur hagnaður af viðskiptunum myndi flæða frá Q Iceland Finance til Choice Stay í gegnum hagnaðartengt lán (e. profit participation loan). Ef hagnaður hefði orðið af viðskiptunum með hlutabréfin hefðu það því verið eigendur Choice Stay[…]sem hefðu deilt honum með sér". Samkvæmt hagnaðartengda láninu áttu lánakjörin að „endurspegla gengi bréfa Kaupþings þannig að ef t.d. 100 krónu hagnaður hefði orðið á bréfunum hjá Q Iceland Finance hefðu 90-100 krónur farið til Choice Stay". Ólafur neitaði því í yfirlýsingu í gær að einhver hagnaðarhlutdeild hefði átt að rata til hans. - þsj
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira