Hvað næst? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þrátt fyrir ágætan vilja um nokkurra áratuga skeið þá hefur ekki tekist að ná samstöðu um nýja stjórnarskrá eða verulegar breytingar á þeirri sem fyrir er. Stjórnlagaþing, sem eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga var breytt í stjórnlagaráð, var því góð hugmynd: að fá breiðan hóp af fólki til að koma að hreinu borði til að smíða frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Vinna stjórnlagaráðs var einnig til fyrirmyndar. Þar vann fólk vel og af heilum hug að því að ná sameiginlegri niðurstöðu. Jafnljóst er að slíkt grundvallarplagg sem stjórnarskrá er verður aldrei fullsamið á fáeinum mánuðum og er þá í engu verið að varpa rýrð á þá vinnu sem unnin var í stjórnlagaráði. Engu að síður stóðu væntingar ýmissa, ekki síst stjórnlagaráðsfulltrúa sjálfra, til þess að litið yrði á lokaafurð stjórnlagaþingsins, stjórnlagafrumvarpið sem fullfrágengna stjórnarskrá tilbúna til þess að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ábyrgðin á verkefninu er þó alltaf hjá Alþingi. Þess vegna er spurning hvort ekki sé verið að snúa hlutverkum á hvolf með því að kalla saman stjórnlagaráð að nýju til að leggja blessun sína á meðferð Alþingis á frumvarpi ráðsins. Það liggur fyrir samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að það er verkefni Alþingis að samþykkja nýja. Þingið valdi að fela 25 manna hópi að semja frumvarp til stjórnskipunarlaga en láðist að negla niður og skrá á nægjanlega nákvæman og skýran hátt þann farveg sem svo tæki við. Skortur á skýrleika um hlutverk stjórnlagaráðs hefur verið vatn á myllu þeirra sem frá upphafi voru andsnúnir hugmyndinni um að óbundinn hópur utan þings kæmi að því að leggja grundvöllinn að nýrri stjórnarskrá. Umræða um vinnsluferil fyrirhugaðrar stjórnarskrár kemur inntaki hennar hins vegar að litlu gagni. Fyrir stjórnarskrá sem á að geta staðið í áratugi væri mun gagnlegra að umræðan snerist um innihald tillagna stjórnlagaráðs. Það er vissulega brýnt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem heldur og getur helst staðið í gegnum meirihluta 21. aldarinnar. Það er einnig og ekki síður afar brýnt að um þá stjórnarskrá ríki góð sátt. Til að svo geti orðið þá verður þetta grundvallarplagg stjórnskipunarinnar að vera vel ígrundað og vel skrifað. Stjórnlagaráð hefur lagt þar fram veigamikla grundvallarvinnu. Þeirri vinnu verður að halda áfram á uppbyggilegum nótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Flestir eru sammála um að tímabært sé að þjóðin eignist nýja og frumsamda stjórnarskrá. Sú sem staðið hefur lítið breytt frá stofnun lýðveldisins er, auk þess að vera gömul, aðlöguð útgáfa af þeirri stjórnarskrá sem gilti í Danmörku um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þrátt fyrir ágætan vilja um nokkurra áratuga skeið þá hefur ekki tekist að ná samstöðu um nýja stjórnarskrá eða verulegar breytingar á þeirri sem fyrir er. Stjórnlagaþing, sem eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga var breytt í stjórnlagaráð, var því góð hugmynd: að fá breiðan hóp af fólki til að koma að hreinu borði til að smíða frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Vinna stjórnlagaráðs var einnig til fyrirmyndar. Þar vann fólk vel og af heilum hug að því að ná sameiginlegri niðurstöðu. Jafnljóst er að slíkt grundvallarplagg sem stjórnarskrá er verður aldrei fullsamið á fáeinum mánuðum og er þá í engu verið að varpa rýrð á þá vinnu sem unnin var í stjórnlagaráði. Engu að síður stóðu væntingar ýmissa, ekki síst stjórnlagaráðsfulltrúa sjálfra, til þess að litið yrði á lokaafurð stjórnlagaþingsins, stjórnlagafrumvarpið sem fullfrágengna stjórnarskrá tilbúna til þess að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ábyrgðin á verkefninu er þó alltaf hjá Alþingi. Þess vegna er spurning hvort ekki sé verið að snúa hlutverkum á hvolf með því að kalla saman stjórnlagaráð að nýju til að leggja blessun sína á meðferð Alþingis á frumvarpi ráðsins. Það liggur fyrir samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að það er verkefni Alþingis að samþykkja nýja. Þingið valdi að fela 25 manna hópi að semja frumvarp til stjórnskipunarlaga en láðist að negla niður og skrá á nægjanlega nákvæman og skýran hátt þann farveg sem svo tæki við. Skortur á skýrleika um hlutverk stjórnlagaráðs hefur verið vatn á myllu þeirra sem frá upphafi voru andsnúnir hugmyndinni um að óbundinn hópur utan þings kæmi að því að leggja grundvöllinn að nýrri stjórnarskrá. Umræða um vinnsluferil fyrirhugaðrar stjórnarskrár kemur inntaki hennar hins vegar að litlu gagni. Fyrir stjórnarskrá sem á að geta staðið í áratugi væri mun gagnlegra að umræðan snerist um innihald tillagna stjórnlagaráðs. Það er vissulega brýnt að þjóðin fái nýja stjórnarskrá sem heldur og getur helst staðið í gegnum meirihluta 21. aldarinnar. Það er einnig og ekki síður afar brýnt að um þá stjórnarskrá ríki góð sátt. Til að svo geti orðið þá verður þetta grundvallarplagg stjórnskipunarinnar að vera vel ígrundað og vel skrifað. Stjórnlagaráð hefur lagt þar fram veigamikla grundvallarvinnu. Þeirri vinnu verður að halda áfram á uppbyggilegum nótum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun