Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna 7. febrúar 2012 06:00 Aðgerð Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP-sílíkonpúða úr konum hér á landi.mynd/úr safni Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira