Byggðaþróun og samgöngustefna Hjálmar Sveinsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun